Forseti stuðningsmannafélags Villarreal á Spáni er alls ekki hrifinn af því að félagið hafi ákveðið að semja við Thomas Partey.
Partey kemur til Villarreal á frjálsri sölu en hann hefur undanfarin ár spilað með Arsenal á Englandi.
Miðjumaðurinn hefur verið ákærður fyrir fimm nauðganir og er hans framtíð óljós en þrátt fyrir það er hann búinn að finna sér nýtt heimili.
Cesar Pena, forseti stuðningsmannafélags Villarreal, gagnrýnir ákvörðun félagsins harðlega og segir að enginn leikmaður í þessari stöðu ætti að fá tækifæri hjá sínu liði.
Pena segir að Partey sé frábær leikmaður en að það sé mikil áhætta í því að semja við hann vegna þess sem gengur á bakvið tjöldin.
Partey hefur sjálfur harðneitað allri sök en nauðganirnar eiga að hafa átt sér stað á milli 2021 til 2022.