Patrick Pedersen er orðinn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar og hefur nú skorað 133 mörk.
Patrick bætir met Tryggva Guðmundssonar en hann skoraði 131. mark í efstu deild á sínum tíma.
Daninn skoraði tvö mörk í leik við ÍA í kvöld en þau komu bæði í fyrri hálfleik og það seinna úr vítaspyrnu.
Það stefndi allt í sigur Valsmanna en liðið var með 2-1 forystu alveg þar til á 93. mínútu leiksins.
Ómar Björn Stefánsson sá þá um að tryggja ÍA stig og fá Skagamenn mjög mikilvægan punkt í fallbaráttunni.
Valur er á toppnum með 34 stig og er tveimur stigum á undan Breiðabliki og Víkingi.