fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: Patrick bætti markametið í dramatísku jafntefli

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 21:12

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Pedersen er orðinn markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar og hefur nú skorað 133 mörk.

Patrick bætir met Tryggva Guðmundssonar en hann skoraði 131. mark í efstu deild á sínum tíma.

Daninn skoraði tvö mörk í leik við ÍA í kvöld en þau komu bæði í fyrri hálfleik og það seinna úr vítaspyrnu.

Það stefndi allt í sigur Valsmanna en liðið var með 2-1 forystu alveg þar til á 93. mínútu leiksins.

Ómar Björn Stefánsson sá þá um að tryggja ÍA stig og fá Skagamenn mjög mikilvægan punkt í fallbaráttunni.

Valur er á toppnum með 34 stig og er tveimur stigum á undan Breiðabliki og Víkingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brasilískur markvörður til London

Brasilískur markvörður til London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Seldur eftir mislukkað ár í London

Seldur eftir mislukkað ár í London
433Sport
Í gær

Greina frá andláti í kjölfar skelfilegs bílslyss

Greina frá andláti í kjölfar skelfilegs bílslyss
433Sport
Í gær

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli