Arsenal er líklega að losna við miðjumanninn Fabio Vieira sem hefur lítið sem ekkert gert fyrir enska félagið.
Vieira kostaði 35 milljónir punda frá Porto árið 2022 en hann hefur síðan þá bara spilað 33 deildarleiki.
Hann var lánaður til Porto á síðasta tímabili og skoraði þar fjögur mörk í 26 deildarleikjum.
Samkvæmt Athletic er Arsenal nú í viðræðum við Stuttgart sem hefur áhuga á að fá leikmanninn í sumar.
Stuttgart gerir sér vonir um að kaupa leikmanninn endanlega en hann mun kosta í kringum 10-15 milljónir punda.