Jules Kounde verður áfram hjá Barcelona, en hann er að skrifa undir nýjan fimm ára samning.
Varnarmaðurinn á tvö ár eftir af núgildandi samningi sínum og sagan segir að Manchester City hafi viljað fá hann. Þar á bæ hafi menn séð hann sem arftaka Kyle Walker í hægri bakverðinum.
Svo verður ekki því Kounde er að skrifa undir langtímasamning við Börsunga.
Frakkinn hefur verið á mála hjá Barcelona síðan 2022. Hefur hann orðið Spánarmeistari tvisvar og bikarmeistari einu sinni á tíma sínum í Katalóníu.