Hansi Flick, stjóri Barcelona, útilokar ekki að Fermin Lopez muni ganga í raðir Chelsea fyrir lok gluggans á mánudag.
Lopez er efstur á óskalista Chelsea í dag og hefur félagið verið í viðræðum við Börsunga unanfarna daga.
Flick er vongóður um að Lopez spili áfram með Barcelona í vetur en viðurkennir að hann geti ekki staðfest að það verði raunin.
,,Eins og er þá er hann hérna. Ég hef rætt við Fermin og er viss um að hann verði áfram,“ sagði Flick.
,,Í lok dags þá veit ég ekki hvað mun gerast, ég verð mjög ánægður þegar félagaskiptaglugginn lokar.“