Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær er liðið vann Burnley 3-2 í ensku úrvalsdeildinni.
Fyrsta mark United í leiknum var sjálfsmark en Josh Cullen varð fyrir því óláni að skora í eigið net.
Það þýðir að fyrstu tvö mörk United á tímabilinu í úrvalsdeildinni voru sjálfsmörk en það fyrra var skorað af Rodrigo Muniz.
Muniz er leikmaður Fulham en hann gerði sjálfsmark í 1-1 jafntefli liðanna um síðustu helgi.
Ekkert lið í sögunni hefur byrjað tímabilið á tveimir sjálfsmörkum og er þetta því ákveðið met en ljóst er að United mun ekki stolta sig af því að vera eigandi þess.