Crystal Palace er opið fyrir því að selja Marc Guehi til Liverpool í sumarglugganum en með ákveðnu skilyrði.
Þetta kemur fram i frétt BBC en Guehi er einn allra mikilvægasti leikmaður Palace og er fyrirliði félagsins.
Liverpool er að reyna að fá Guehi í sínar raðir og hefur víst lagt fram tilboð í leikmanninn upp á um 35 milljónir punda.
BBC segir að Palace sé opið fyrir því að skoða sölu en vill fá Joe Gomez á lánssamningi á móti.
Palace gæti að lokum neyðst til að selja Guehi sem vill fara en hann verður samningslaus næsta sumar.