Orri Steinn Óskarsson verður ekki með íslenska landsliðinu sem spilar gegn Aserbaídsjan og Frakklandi í næsta verkefni.
Um er að ræða leiki í undankeppni HM en Orri meiddist í leik með Real Sociedad í gær gegn Real Oviedo.
Landsliðsfyrirliðinn verður ekki klár fyrir næsta leik sem er á föstudag eða þá leikinn gegn Frökkum á þriðjudag.
Hjörtur Hermannsson hefur verið kallaður í hópinn í staðinn en hann er varnarmaður á meðan Orri spilar sem sóknarmaður.
Hjörtur á að baki 29 landsleiki fyrir Ísland og var í hópnum á síðasta ári.