Wayne Rooney hefur viðurkennt það að hann hafi eitt sinn spilað fótboltaleik með því markmiði að meiða andstæðinginn.
Það var leikur árið 2006 gegn Chelsea en Chelsea átti möguleika á að vinna deildina með sigri á United – þetta var tímabilið 2005/2006.
Chelsea vann deildina það tímabil og var átta stigum á undan United að lokum en Rooney neitaði að játa tap fyrir þennan stórleik gegn þeim bláklæddu.
Hann var með eitt markmið í huga og það var að meiða leikmenn Chelsea en hann skipti út eigin tökkum eða skrúfum fyrir stærri eintök sem gátu vel sært andstæðinginn.
,,Ég man eftir þessum leik. Ég skipti yfir í stærri takka því ég vildi meiða einhvern,“ sagði Rooney.
,,Ef Chelsea fær stig í þessum leik þá vinna þeir deildina. Á þessum tíma þá gat ég einfaldlega ekki sætt mig við það.“
,,Ég tek það fram að skrúfurnar voru löglegar en þær voru stærri en eitthvað sem ég notaðist við venjulega.“
,,Ég man eftir því að hafa farið í 50/50 bolta gegn John Terry og fór aðeins yfir boltann og í manninn. Hann þurfti á hækjum að halda eftir leikinn.“