fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Héldu að 16 ára strákur væri vopnaður og skelltu honum í jörðina: Var klæddur sem karakter í tölvuleik – Sjáðu myndbandið

433
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í London réðst að ungum dreng í gær eftir leik í ensku úrvalsdeildinni sem fór fram á Stamford Bridge.

Chelsea spilaði þar gegn Fulham og vann 2-0 sigur en á meðan leik stóð var lýst eftir ungum manni sem ku hafa verið vopnaður.

Ónefndur drengur var handtekinn af lögreglunni fyrir utan völlinn eftir lokaflautið og var grunaður um að vera sá seki.

Útlit er fyrir að um rangan dreng eða mann hafi verið að ræða en hann ku hafa verið á leið á leikjaráðstefnu nálægt heimavellinum.

Maðurinn var umkringdur mörgum lögreglumönnum og reyndi að útskýra sitt mál en hann var síðar fluttur á lögreglustöð þar sem hann var síðar leystur úr haldi.

Strákurinn er talinn hafa verið í einhvers konar búningi sem tengist tölvuleik en myndband af þessu má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon skoraði í ótrúlegum fótboltaleik – Átta mörk skoruð í seinni hálfleik

Hákon skoraði í ótrúlegum fótboltaleik – Átta mörk skoruð í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsta staðfestir komu Garnacho

Chelsta staðfestir komu Garnacho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea
433Sport
Í gær

England: Chelsea lagði Fulham og fór á toppinn

England: Chelsea lagði Fulham og fór á toppinn
433Sport
Í gær

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna
433Sport
Í gær

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur
433Sport
Í gær

Brjálaðir eftir fréttir vikunnar: ,,Út með ykkur allir sem einn“

Brjálaðir eftir fréttir vikunnar: ,,Út með ykkur allir sem einn“