Fenerbahce í Tyrklandi er að reyna við markvörðinn Ederson sem spilar með Manchester City á Englandi.
Fabrizio Romano greinir frá en Fenerbahce bauð upphaflega 12 milljónir evra í brasilíska landsliðsmanninn og var því boði hafnað.
Fyrr í sumar var talað um að Ederson væri fáanlegur fyrir þrjár milljónir evra en það virðast hafa verið falsfréttir.
Romano segir að Fenerbahce sé enn í viðræðum vegna markmannsins og er möguleiki á að hann verði keyptur fyrir um 15 milljónir evra.
Ederson hefur ekkert spilað með City á tímabilinu hingað til og er sjálfur að leitast eftir því að komast annað.