Manchester City mistóskt að vinna annan leik sinn á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Brighton.
Mark frá Erling Haaland dugði ekki til í leiknum á Amex vellinum en James Milner jafnaði metin fyrir Brighton úr vítaspyrnu og stefndi allt í jafntefli.
Brajan Gruda tryggði Brighton hins vegar þrjú stig undir lok leiks og sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
City tapaði 0-2 gegn Tottenham í síðasta leik og er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Á sama tíma vann West Ham sinn fyrsta deildarsigur en liðið vann 0-3 gegn Nottingham Forest.
Brighton 2 – 1 Manchester City
0-1 Erling Haaland(’34)
1-1 James Milner(’67, víti)
2-1 Brajan Gruda(’89)
Nott. Forest 0 – 3 West Ham
0-1 Jarrod Bowen(’84)
0-2 Lucas Paqueta(’87, víti)
0-3 Callum Wilson(’91)