Þremur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla og eru Afturelding og ÍA enn í fallsæti eftir þá leiki sem fóru fram.
Vestri og KR gerðu 1-1 jafntefli á Ísafirði og eru KR-ingar nú þremur stigum frá fallsæti þar sem Afturelding situr.
Afturelding tapaði 2-1 gegn FH á heimavelli og er með 21 stig en fimm stigum fyrir ofan ÍA sem er á botninum.
ÍA tapaði 2-0 gegn ÍBV en Eyjamenn lyftu sér upp í sjötta sæti deildarinnar eða í efri hluta hlutann með sigrinum.
Vestri 1 – 1 KR
1-0 Vladimir Tufegdzic
1-1 Aron Þórður Albertsson
Afturelding 1 – 2 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson
1-1 Hrannar Snær Magnússon(víti)
1-2 Sigurður Bjartur Hallsson
ÍBV 2 – 0 ÍA
1-0 Þorlákur Breki Baxter
2-0 Sverrir Páll Hjaltested(víti)