Andri Lucas Guðjohnsen er orðinn leikmaður Blackburn á Englandi en þetta var staðfest í dag.
Andri hefur undanfarna daga verið sterklega orðaður við Blackburn sem spilar í næst efstu deild Englands.
Framherjinn hefur ekki reynt fyrir sér á Englandi áður en hann kemur til félagsins frá Gent í Belgíu.
Um er að ræða 23 ára gamlan sóknarmann en hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen sem er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu Íslands.
Arnór Sigurðsson var nýlega á mála hjá Blackburn en yfirgaf félagið og samdi við Malmö í Svíþjóð.
Talið er að Blackburn greiði tæplega tvær milljónir evra fyrir þjónustu íslenska landsliðsmannsins.