Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur reynt að koma markvörðum sínum til varnar eftir brösuga byrjun á tímabilinu.
Altay Bayindir hefur byrjað alla leiki United í deildinni á tímabilinu en hefur heillað fáa hingað til og var ekki sannfærandi gegn Burnley í gær.
Andre Onana er annar markvörður United sem lék gegn Grimsby í bikarnum í vikunni og var einnig mjög ósannfærandi í mjög óvæntu tapi gegn liði í 4. efstu deild.
,,Þeir eru manneskjur. Hjá Manchester United þá er allt tekið fyrir og allt er skoðað,“ sagði Amorim.
,,Það eru allir að tala um markmanninn og eins og þið hafið séð þá get ég breytt um markvörð en það sama gerist.“
,,Eins og staðan er í dag þá er mjög erfitt að vera markvörður Manchester United.“