Hákon Arnar Haraldsson spilaði í hreint út sagt ótrúlegum fótboltaleik sem fór fram í Frakklandi í dag.
Spilað var á heimavelli Lorient og stefndi flest í rólegan leik en annað kom á daginn í seinni hálfleik.
Heil átta mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum þar sem Hákon var á meðal markaskorara gestanna.
Hákon skoraði fimmta mark Lille í sigrinum en hann kláraði leikinn og spilaði allar mínúturnar.
Lille er taplaust eftir fyrstu þrjár umferðirnar og er í öðru sæti deildarinnar og tveimur stigum á eftir PSG.