Cody Gakpo hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool en þetta staðfesti félagið í dag.
Gakpo er 26 ára gamall framherji sem kom til Liverpool 2023 en hann lék áður með PSV í Hollandi.
Gakpo hefur spilað 131 leik fyrir Liverpool og skorað í þeim 42 mörk en hann leikur á vængnum eða í fremstu víglínu.
Liverpool horfir á leikmanninn sem framtíðarmann og skrifar hann undir til ársins 2030.
Hann verður í eldlínunni á morgun er Liverpool mætir Arsenal í stórleik helgarinnar.