Það stefnir í að Lucas Paqueta sé að kveðja West Ham áður en sumarglugginn lokar á mánudag.
Fabrizio Romano greinir frá því í kvöld að Aston Villa sé nálægt samkomulagi um leikmanninn sem vill sjálfur komast burt.
Paqueta ku vera ósáttur hjá West Ham sem hefur byrjað illa á tímabilinu en hann skoraði gott mark gegn Chelsea á dögunum í þó 5-1 tapi.
Paqueta fagnaði því marki af mikilli innlifun og benti til að mynda á merki West Ham en hann virðist þó vilja komast burt.
Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur spilað með West Ham í þrjú ár og á að baki 55 landsleiki fyrir Brasilíu.