Hugo Ekitike, leikmaður Liverpool, hefur fengið alvöru pillu frá manni sem ber nafnið Marc Brys og er landsliðsþjálfari Kamerún.
Kamerún sýndi Ekikite áhuga á sínum tíma og vildi fá hann til að spila fyrir landsliðið en hann á sér draum um að spila fyrir Frakkland.
Framherjinn var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Frakka og hafði Brys víst gaman að því miðað við hans nýjustu ummæli.
Brys segir að Ekikite sé ekki velkominn til Kamerún eins og staðan er og er fúll yfir því að hann hafi ekki íhugað val sitt betur.
,,Ég hef ekki haft samband við hann. Hann hefur sett öll sín egg í sömu körfu til að spila fyrir Frakkland og það mistókst,“ sagði Brys.
,,Nú erum við í Kamerún hans val númer tvö? Ég þarf ekki að vera númer tvö. Hann er góður leikmaður og það er ekki vandamálið.“
,,Miðað við það sem hefur gengið á þá á hann ekki skilið að koma til okkar.“