Joao Palhinha er orðinn leikmaður Tottenham en þetta staðfesti félagið nú rétt í þessu.
Palhinha kemur til Tottenham frá Bayern Munchen en hann gerir lánssamning út tímabilið.
Hann lék áður með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og var keyptur til Bayern fyrir um 50 milljónir punda.
Portúgalinn stóðst ekki væntingar hjá Bayern og getur Tottenham keypt hann næsta sumar fyrir um 32 milljónir evra.
Um er að ræða miðjumann sem kemur til með að styrkja lið Tottenham verulega fyrir veturinn.