Jesse Lingard, leikmaður FC Seoul, náði í tvær treyjur á fimmtudag er hans menn mættu liði Barcelona.
Lingard er fyrrum leikmaður Manchester United en hann hefur undanfarin ár spilað í Suður Kóreu.
Barcelona rúllaði yfir Seoul í þessum æfingaleik en honum lauk með 7-3 sigri spænska félagsins.
Lingard birti mynd eftir leik þar sem hann sést eiga treyjur Lamine Yamal og Marcus Rashford.
Lingard og Rashford þekkjast vel og léku saman hjá United en Yamal er líklega efnilegasti fótboltamaður heims.
Þetta má sjá hér.
📲 | Lingard on IG: 🤞🏾❤️ pic.twitter.com/CtUGpRM4pi
— BarçaTimes (@BarcaTimes) July 31, 2025