26 ára gamall knattspyrnumaður og tveir aðrir létust í skelfilegu bílslysi í Ekvador á sunnudag.
Marcos Olmedo er leikmaðurinn sem um ræðir, en hann lék með Mushuc Runa í efstu deild Ekvador. Tveir bílar skullu saman í árekstrinum. Hinir sem létust voru 30 og 34 ára.
Olmedo hafði spilað fyrir nokkur af bestu liðum Ekvador og á hann nokkra leiki að baki í Meistaradeild Suður-Ameríku. Hann var því nokkuð þekkt nafn í fótboltanum á þessum slóðum.
Olmedo skilur eftir sig eiginkonu og þriggja ára son. Hún minnist hans í hjartnæmri færslu og það gera hans fyrrum félög einnig. Olmedo er lýst sem afar ljúfum manni sem verður sárt saknað.