fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

433
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska félagið Brooklyn FC, sem keppir í nýstofnaðri USL-deildinni, hefur staðfest komu króatíska framherjans Ana Maríu Marković.

25 ára Marković, sem fjölmiðlar og aðdáendur hafa kallað fegurstu knattspyrnukonu heims, hefur samið við félagið ásamt systur sinni, Kiki Marković, rétt fyrir upphaf tímabilsins í efstu deild kvenna í Bandaríkjunum.

„Að ganga til liðs við Brooklyn FC er spennandi skref fyrir mig,“ sagði Marković eftir að hafa skrifað undir.

„Ég hef spilað á mögnuðum stöðum, en ég finn strax orkuna í kringum þetta félag og borgina.“

Marković hefur leikið 25 landsleiki fyrir Króatíu og var nýverið í byrjunarliðinu í 2-1 tapi gegn Albaníu í Þjóðadeild kvenna. Hún hefur skorað tvö mörk fyrir land og þjóð, það síðasta gegn Kosovo í júní 2024.

Marković hefur einnig verið virk í umræðum um jafnrétti innan íþróttarinnar og gagnrýnt það sem konur verða fyrir, sérstaklega á samfélagsmiðlum.

Í viðtali við svissneska dagblaðið 20 Minuten árið 2022 sagði hún að knattspyrnukonur verði miklu oftar fyrir kynferðislegum athugasemdum og fordómum en karlmenn.

„Ef ég birti mynd í sundbol á samfélagsmiðlum fær það mjög ólíkar viðtökur miðað við ef Erling Haaland birtir mynd af sér í sundbuxum,“ sagði hún.

„Hann fær líklega ekki sömu kynferðislegu athugasemdirnar.“

„Við konur stöndum saman, en það sem ég óska mér er að fleiri karlmenn standi með okkur líka. Þeir tala oft um að vera ‘heiðursmenn’, það væri virkilega heiðarlegt ef þeir styddu okkur í þessum aðstæðum.“

Marković hefur ítrekað að markmið hennar sé ekki aðeins að ná árangri á vellinum heldur einnig að vera fyrirmynd fyrir ungar knattspyrnukonur og berjast fyrir jafnrétti. Hún hefur opinberlega fordæmt kynferðislegar athugasemdir og andmælt því að hún sé sett í einhvern flokk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Í gær

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“