Kobbie Mainoo miðjumaður Manchester United virðist ekki fá mikið traust frá Ruben Amorim stjóra liðsins og hefur ekki komið við sögu í upphafi tímabils.
Enskir miðlar segja í dag að Mainoo sé klár í að fara frá United ef álitlegt tilboð yrði sett á borð hans.
Mainoo er tvítugur miðjumaður en hann hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.
Mainoo virkaði niðurbrotinn eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fulham í fyrradag þar sem United spilaði ekki vel.
Enski landsliðsmaðurinn gæti því farið á næstu dögum en félagaskiptaglugginn lokar eftir viku.
— Follow: @UtdAbzy (@AbzMedia2) August 24, 2025