Mínútu þögn var fyrir leik KR og Stjörnunnar í Bestu deild karla í gær og minntust KR-ingar Jesse Baraka Botha, níu ára KR-ing sem lést langt fyrir aldur fram.
Jesse Baraka lést nokkrum dögum fyrir tíu ára afmæli sitt eftir að hafa fengið malaríu.
Jesse hafði leikið með KR í yngri flokkum en hafði svo undanfarið spilað fyrir Leikni, hann var mikill stuðningsmaður KR.
Leikmenn KR léku með sorgarbönd í leiknum og fyrir leik minntust þeir hans með fallegri mynd sem þeir báru og síðar með mínútu þögn.