Alexander Isak, framherji Newcastle, fundaði með eigendum félagsins fyrir leikinn við Liverpool í gær um framtíð sína. Afstaða Svíans er skýr, hann vill fara. Telegraph segir frá.
Isak hefur verið í stríði við Newcastle undanfarnar vikur, en hann vill til Liverpool. 110 milljóna punda tilboði félagsins var hins vegar hafnað á dögunum, en Newcastle vill 150 milljónir punda.
Isak hefur æft einn og ekki komið við sögu með Newcastle í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Eigendurnir ræddu við hann fyrir leik gærdagsins en fengu aðeins að heyra að leikmaðurinn hyggðist ekki snúa aftur í leikmannahópinn.
Liverpool er sagt undirbúa annað tilboð í Isak, en félagið er þó ekki til í að greiða 150 milljónir punda. Vonast félagið til að Newcastle mýkist í afstöðu sinni.