fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

433
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 10:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason sem stýrir Dr. Football hafði ekki gaman af því að hvernig Henry Birgir Gunnarsson lýsti leik FH og ÍBV á sunnudagskvöld. Um var að ræða leik í Bestu deild karla sem lauk með 1-1 jafntefli.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og Henry minnti áhorfendur á Sýn reglulega á hversu lítil gæðin voru í leiknum.

Leikurinn var þó dramatískur en ÍBV komst yfir þegar lítið var eftir og FH jafnaði með aukaspyrnu seint í uppbótartíma.

„Ég og Henry Birgir erum miklir vinir, þegar ég er að horfa á svona leik vil ég ekki láta hlæja af mér fyrir að horfa á hann. Talandi um hvað hann er lélegur og ævintýralega leiðinlegur,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpi sínu.

Hjörvar segir það óþarfa að segja fólki hversu lélegur fótboltinn sé sem verið er að horfa á. „Ég þarf ekki að láta að segja mér að eitthvað sé ömurlegt.“

„Maður var bara hugsandi hvort maður væri hálfviti að nota tvær klukkustundir í að horfa á þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur