fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum frá RMC Sport hefur Paris Saint-Germain lækkað verðmiðann á ítalska markverðinum Gianluigi Donnarumma, sem hefur verið orðaður við Manchester City undanfarið.

Donnarumma, 26 ára, gæti orðið arftaki Ederson hjá Englandsmeisturunum, ef sá síðarnefndi yfirgefur félagið í sumar. City er sagt leita að nýjum markverði og virðist sá ítalski nú vera efstur á óskalista þeirra.

PSG hafði upphaflega sett verðmiðann á Donnarumma í kringum 43 milljónir punda, en samkvæmt RMC Sport hafa þeir nú lækkað hann niður í 26–30 milljónir punda. Ástæðan er sú að aðeins eitt ár er eftir af samningi leikmannsins við félagið í París.

Luis Enrique, stjóri PSG, tók ákvörðun að skipta út Donnarumma og hefur gefið Lucasi Chevalier tækifærið sem aðalmarkvörður liðsins.

Fabrizio Romano greinir jafnframt frá því að Manchester City hafi þegar náð samkomulagi um kaup og kjör við Donnarumma, allt virðist því þokast í rétta átt.

Koma Donnarumma til City er þó háð því að Ederson yfirgefi félagið. Sá brasilíski hefur verið fastamaður í liði Pep Guardiola í mörg ár en Galatasaray reynir nú að kaupa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Í gær

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar