Jamie Vardy gæti óvænt verið á leið í ítölsku Serie A, en nýliðar Cremonese eru á eftir honum samkvæmt Sky Sports.
Þessi 38 ára gamli framherji er án félags eftir að hafa yfirgefið Leicester. Hann átti ótrúleg ár með félaginu, vann Englandsmeistaratitilinn og skoraði 200 mörk í 500 leikjum.
Nú er Vardy í leit að nýju ævintýri og vill Cremonese fá hann til að auka möguleika sína á að halda sér í efstu deild. Tímabil liðsins byrjaði reyndar frábærlega, með útisigri á AC Milan.
Vardy skoðar nú þennan möguleika. Hann var nálægt því að fara til Ítalíu fyrr í sumar þegar Genoa vildi fá hann, en það gekk ekki upp að lokum þar sem stjórinn Patrick Vieira kom í veg fyrir skipti.
Vardy hefur þá einnig verið orðaður við Celtic, þar sem fyrrum stjóri hans hjá Leiceser, Brendan Rodgers, er við stjórnvölinn.