fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 18:00

Jamie Vardy / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Vardy gæti óvænt verið á leið í ítölsku Serie A, en nýliðar Cremonese eru á eftir honum samkvæmt Sky Sports.

Þessi 38 ára gamli framherji er án félags eftir að hafa yfirgefið Leicester. Hann átti ótrúleg ár með félaginu, vann Englandsmeistaratitilinn og skoraði 200 mörk í 500 leikjum.

Nú er Vardy í leit að nýju ævintýri og vill Cremonese fá hann til að auka möguleika sína á að halda sér í efstu deild. Tímabil liðsins byrjaði reyndar frábærlega, með útisigri á AC Milan.

Vardy skoðar nú þennan möguleika. Hann var nálægt því að fara til Ítalíu fyrr í sumar þegar Genoa vildi fá hann, en það gekk ekki upp að lokum þar sem stjórinn Patrick Vieira kom í veg fyrir skipti.

Vardy hefur þá einnig verið orðaður við Celtic, þar sem fyrrum stjóri hans hjá Leiceser, Brendan Rodgers, er við stjórnvölinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga