Rasmus Hojlund færist nær því að fara til Napoli á láni en ítalska félagið mun svo kaupa hann næsta sumar.
Gazzetta dello Sport segir að Hojlund fái verulega launahækkun við það að fara til Napoli.
Danski framherjinn hefur verið í tvö ár hjá United en hann er 22 ára gamall og hefur átt ágæta spretti.
Hojlund var mjög slakur á síðustu leiktíð og virðist Ruben Amorim hafa misst alla trú á danska framherjanum.
Napoli vantar framherja eftir að Romelu Lukaku meiddist og verður frá næstu mánuðina.