Stjarnan er komið í hörku baráttu um titilinn í Bestu deild karla eftir góðan 1-2 sigur á KR á útivelli í kvöld. Örvar Eggertsson reyndist hetja liðsins.
Örvar kom Stjörnunni yfir snemma leiks en eftir hornspyrnu sem KR mistókst að koma í burtu var það Örvar sem kom boltanum í netið.
KR hafði mikla yfirburði úti á vellinum í leiknum en tókst ekki að nýta sér það með því að skapa sér nægilega mörg hættuleg færi.
KR jafnaði leikinn í síðari hálfleik þegar Aron Sigurðarson skoraði eftir laglegan undirbúning frá Galdri Guðmundssyni.
Allt stefndi í jafntefli þegar Örvar skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu og tryggði Stjörnunni mikilvægan sigur.
Stjarnan er komið í harða baráttu á toppi deildarinnar og er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Vals. KR er hins vegar í tíunda sæti og er tveimur stigum frá fallsætinu.