Lamine Yamal, undrabarn Barcelona, hefur nú opinberað samband sitt með söngkonunni Nicki Nicole. Yamal birti mynd af þeim saman á Instagram, þar sem hann er með 37,6 milljón fylgjendur.
Myndin sýnir þau sitjandi náið saman fyrir framan afmælisköku Nicole, sem fagnaði 25 ára afmæli sínu um helgina. Yamal skýrði myndina aðeins með hjarta- og köku emoji. Sjö ára munur er á þeim.
18 ára gamli vængmaðurinn átti stóran þátt í dramatískum sigri Barcelona á Levante á laugardagskvöldið, þar sem þeir sneru leiknum sér í hag og tóku öll stigin. En það virðist sem hann hafi einnig átt annasama helgi utan vallar.
Orðrómur hefur verið í gangi undanfarnar vikur um ástarsamband Yamal og Nicole, sérstaklega eftir að hún sást á afmælishátíð hans í júlí, hátíð sem hefur verið gagnrýnd fyrir umdeild atriði.
Yamal fagnaði 18 ára afmæli þar sem 200 manns sóttu veisluna, þar á meðal vinir, fjölskylda og liðsfélagar. Myndir og frásagnir frá viðburðinum vöktu mikla athygli, meðal annars vegna þess að dvergar voru látnir skemmta og konur með „ákveðnar líkamlegar útlitskröfur“ voru sagðar hafa fengið greitt fyrir að mæta.