fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. ágúst 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð mikil umræða hefur átt sér stað um áfengissölu á knattspyrnuleikjum á Íslandi, hefur sú hefð skapast á síðustu árum að þeir sem vilja geta fengið sér bjór á völlum landsins.

Mörg félög hafa leyfi til þess að selja léttvín á leikjum en félög í Reykjavík hafa ekki fengið þau leyfi.

Víkingur er eitt þeirra félaga sem bíða eftir því að Reykjavíkurborg gefi út leyfir fyrir áfengissölu en lögreglan hefur á meðan verið að fara yfir málin.

Haukur Hinriksson, framkvæmdarstjóri Víkings, var boðaður á fund lögreglu á dögunum en kjaftasaga um að hann hafi verið kærður vegna málsins eru ekki réttar.

„Ég var boðaður í spjall með lögreglu út af sölu á leikjum, þetta var ekki alvarlegra en það,“ segir Haukur í samtali við 433.is um það hvort sagan um kæru væri rétt.

Skyldi hún hafa pissað bjór? Mynd:Pixabay

Lögreglan hefur einnig litið við á leik í Víkinni þar sem bjór var seldur. „Það kom lögregla á einn leik, það er í einhverri rannsókn. Við vitum ekki hvort það endi í sekt eða áminningu.“

Á meðan lögreglan er með málið á borði sínu er Víkingur að bíða eftir leyfi fyrir sölunni sem Breiðablik, Stjarnan og fleiri lið hafa fengið.

„Við erum að bíða eftir þessu öllu saman,“ segir Haukur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“