fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. ágúst 2025 18:30

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra hefur unnið maganð starf fyrir félagið og hápunkturinn var um liðna helgi þegar liðið varð bikarmeistari um helgina eftir sigur á Val í úrslitaleik.

Davíð Smári kom Vestra upp úr Bestu deildinni fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan unnið magnað starf í deild þeirra bestu.

Rætt var um framtíð Davíðs með Vestra í hlaðvarpi Dr. Football í gærkvöldi en sögur hafa verið á kreiki um að Davíð gæti hætt.

„Það er ekkert óeðlilegt að hann sé orðaður við önnur lið, það var stuðningsmaður sem hafði samband við mig og menn vildu lesa það úr orðum Davíðs að hann yrði ekki áfram. Þessi titill breytir öllu,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málefni Davíðs.

Mynd: DV/KSJ

Hjörvar telur að Evrópusætið sem Vestri tryggði sér um helgina hafi hjálpað til við að halda takti, Vestri muni líklega fá minni pening frá útgerðarfyrirtækjum á Vestfjörðum vegna breytinga á veiðigjöldum.

„Það væri ekkert óeðlilegt við það að það kæmi minni peningur inn í Vestra á næstu leiktíð út frá því sem hefur breyst í þjóðfélaginu, það er þannig. Þeir munu líða fyrir það, Evrópupeningurinn gefur þeim færi á að halda áfram.“

Albert Brynjar Ingason sem lék undir stjórn Davíðs hjá Kórdrengjum og lék þar með Fatai Gbadamosi sem nú er í Vestra, telur að Davíð verði áfram eftir sigur helgarinnar.

„Ég held að það sé rétt metið með Davíð Smára, stærsta vísbending sem ég hef fengið með það er Fatai. Hann var að hlera mig hvað hann ætti að gera næst, hann sagðist ekki geta skrifað undir strax því hann hélt að Davíð Smári væri að fara. Davíð hafði þá ekki pikkað í hann að skrifa undir, það var stærsta vísbending um að Davíð yrði ekki áfram. Núna er Fatai búin að skrifa undir og það gæti því hafa breyst.“

Hjörvar segir að hlutabréfin í Davíð séu hátt uppi núna. „Ef að eitthvað af þessum stóru býðst, stokkurinn er hár núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni