Dani Ceballos er á leið til franska liðsins Marseille frá Real Madrid.
Miðjumaðurinn er ekki inni í myndinni hjá spænska stórliðinu og vill fara til Marseille í leit að meiri spiltíma.
Þar spilar inn í HM á næsta ári, en Ceballos á sér draum um að spila þar með spænska landsliðinu.
Ceballos, sem er einnig fyrrum leikmaður Arsenal eftir að hafa verið þar á láni frá Real Madrid, er þá seldur á verkefni stjórans Roberto de Zerbi hjá Marseille.