Onana hefur ekki heillað marga á tveimur árum hjá United og héldu flestir að hann færi annað í sumar. Hann virðist þá vera orðinn kostur númer tvö, en Altay Bayindir hefur verið milli stanganna í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.
Þá er Senne Lammens sagður á leiðinni til United frá Royal Antwerp í Belgíu. Hefur það líklega ekkert að segja um stöðu Onana á meðan hann finnur sér ekki annað félag.
Félagaskiptaglugginn lokar í helstu deildum Evrópu um mánaðarmótin en er opinn tíu dögum lengur í deildum eins og í Tyrklandi og Sádi-Arabíu.