Everton hefur staðfest kaup sín á Tyler Dibling frá Southampton en kaupverðið gæti orðið allt að 40 milljónir punda.
Dibling gerir fjögurra ára samning en hann er 19 ára gamall.
Dibling er U21 árs landsliðsmaður Englands en hann vakti athygli fyrir vaska framgöngu á síðustu leiktíð.
Dibling var ljós punkturinn í liði Southampton sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
„Ég er í skýjunum, mér líður vel með félagið og leist vel á þetta áður en ég kom hingað;“ sagði Dibling.
„Ég er svo spenntur að fara að spila fótbolta aftur, ég er klár í slaginn.“