fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Ödegaard vill ekki setja of mikla pressu á táninginn

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. ágúst 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur tjáð sig um undrabarnið Max Dowman sem margir hafa heyrt um í sumar og einnig síðasta vetur.

Dowman er 15 ára leikmaður Arsenal sem verður hluti af aðalliði liðsins í vetur en hversu mikið hann fær að spila er óljóst.

Stuðningsmenn Arsenal eru gríðarlega spenntir fyrir miðjumanninum en Ödegaard segir að það muni taka tíma fyrir Englendinginn að aðlagast úrvalsdeildinni.

,,Hann er toppleikmaður og gríðarlegt efni og ég held að allir hafi séð hvað hann býður upp á á undirbúningstímabilinu,“ sagði Ödegaard.

,,Ég vil ekki setja of mikla pressu á hann og gefa fólki of miklar vonir en hann þarf að vera hann sjálfur og þroskast og læra.“

,,Allir geta séð hversu hæfileikaríkur hann er og við erum hér til að styðja hann í því. Ég er viss um að hann verði frábær leikmaður fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar