fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

433
Föstudaginn 22. ágúst 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur skapast mikil umræða um það að bikarúrslitaleikur karla milli Vals og Vestra, sem hófst nú fyrir skömmu, sé á hliðarrás RÚV, RÚV 2, en ekki aðalrásinni. Það var tekist á um þetta í hlaðvarpinu Dr. Football í dag.

Einhverjir hafa látið val RÚV fara í taugarnar á sér þar sem bikarúrslitaleikur kvenna var á aðalstöðinni. Hann skaraðist þó ekki á við fréttatíma eins og leikur kvöldsins.

„Er RÚV 2 eitthvað öðruvísi en önnur hliðarrás hjá annarri sjónvarpsstöð? Hvaða máli skiptir það á hvaða stöð þessi leikur er? Höndlar þumallinn þinn ekki að skipta,“ sagði Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, í Dr. Football.

Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi tók þá til máls. „Heldur þú að Valur-KR færi á RÚV 2? Snýst þetta ekki bara um að Vestri er í úrslitunum?“ spurði hann áður en Gunnar svaraði á ný.

„Þetta hefur ekkert með það að gera. Farðu ekki í einhverja landbyggðardýrkun. Hvaða máli skiptir þetta? Þeir sem ætla að horfa á þennan leik munu horfa á þennan leik.“

Hjörvar benti þá á að Vikan með Gísla Marteini, vinsælasti sjónvarpsþáttur á Íslandi, yrði aldrei færður.

„Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður á RÚV 2. Hringdu í mig daginn sem það gerist,“ sagði hann.

„Ég skil ekki þessa umræðu, þú ert fullorðinn maður. Þú kemst alls staðar á RÚV 2. Kvennaleikurinn var klukkan 16 á laugardegi (skaraðist því ekki á við fréttatíma),“ sagði Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Reykjavíkurborg skipar samningateymi til að hefja uppbyggingu í Víkinni

Reykjavíkurborg skipar samningateymi til að hefja uppbyggingu í Víkinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum

Hafa rætt það að skiptast á leikmönnum