Manchester United fær 7 milljónir punda í sinn vasa þegar Newcastle United klárar kaupin á Anthony Elanga frá Nottingham Forest.
Slík klásúla var í samningi United við nottingham sem keypti Elanga á 15 milljónir punda fyrir tveimur árum.
Elanga er nú að fara á um 60 milljónir punda til Newcastle og fær United ákveðna prósentu af hagnaði Nottingham.
Nottingham mun hagnast um 45 milljónir punda og fær United 7 milljónir punda af því í sinn vasa um leið og kaupin ganga í gegn.
Búist er við að Elanga verði leikmaður Newcastle í dag en bókhaldið hjá Sir Jim Ratcliffe fagnar því að fá rúman milljarð óvænt þar inn.