Það vakti bæði furðu og athygli fólks í gær þegar Jobe Bellingham leikmaður Borussia Dortmund labbaði út úr rútunni hjá Real Madrid.
Real Madrid lék í undanúrslitum HM félagsliða í gær en liðið fékk algjöra kennslustund frá PSG, 4-0 sigur hjá þeim frönsku.
Jobe var keyptur til Dortmund í sumar en Jude Bellingham bróðir hans er einn af lykilmönnum Real Madrid.
Fjölskyldur leikmanna fengu far með rútum Real Madrid á völlinn en það vakti nokkra athygli að ein af stjörnum Dortmund væri í þeim hópi.
Dortmund og Real hafa lengi eldað grátt silfur í Meistaradeildinni og vegna þess vekur þetta nokkra athygli.
🚨 Jobe Bellingham arrived with Real Madrid on the team bus. @marca pic.twitter.com/sYnufX8QIV
— Madrid Zone (@theMadridZone) July 9, 2025