Marcus Rashford mætti til æfinga hjá Manchester United á mánudag þrátt fyrir að hafa verið sagt að hann þyrfti ekki að mæta.
United vill losna við Rashford í sumar og vill ekki hafa hann á æfingum liðsins.
Rashford ákvað hins vegar að mæta en hann fær ekki að æfa með liðinu, heldur er látin æfa einn.
Ruben Amorim er óhress með hugarfar Rashford og vill því ekki hafa hann hjá félaginu, var Rashford á láni hjá Aston Villa seinni hluta síðustu leiktíðar.
Einhver lið hafa sýnt Rashford áhuga en ekkert hefur lagt fram tilboð í hann.
Alejandro Garnacho, Antony og Tyrrel Malacia eru allir í sama hópi sem má fara en þeir ákváðu að nýta sér það að fá lengra frí.