Íslenskir dómarar munu dæma leik SJK Seinäjoki frá Finnlandi og KÍ Klakvsík frá Færeyjum í Sambandsdeildinni.
Jóhann Ingi Jónsson verður aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Gylfi Már Sigurðsson, Fjórði dómari verður Helgi Mikael Jónasson.
Leikurinn fer fram fimmtudaginn 10. júlí í Seinäjoki í Finnlandi.