Arsenal hefur mikinn áhuga á því að kaupa Eberechi Eze kantmann Crystal Palace en ensk blöð segja félagið ekki vilja borga uppsett verð.
Eze er með 68 milljóna punda klásúlu í samningi sínum við Palace en Arsenal ætlar ekki að greiða það.
Enskir miðlar segja hins vegar að Arsenal sé til í að nota leikmann sem skiptimynt til að lækka verðið.
Ekki kemur fram hvaða leikmenn Arsenal vill losna við en hópur liðsins er stór og margir eru þar í aukahlutverki.
Eze er 27 ára gamall kantmaður sem hefur sannað ágæti sitt undanfarið með góðri spilamennsku og fengið sæti í enska landsliðinu.