Pierre-Emerick Aubameyang verður án félags innan tíðar en verið er að rifta samningi hans við Al Qadsiahn i Sádí Arabíu.
Al Qadsiah vill fá inn yngri framherja en Aubameyang er 36 ára gamall og hefur átt farsælan feril.
Aubameyang kom til Sádí Arabíu fyrir ári síðan en nú vill félagið fara í aðra átt og riftir samningi hans.
Aubameyang hefur spilað með Arsenal, Barcelona, Chelsea og fleiri liðum á farsælum ferli sínum.
Framherjinn frá Gabon er sagður eftirsóttur en Al Qadsiah er eitt af stærri liðunum í Sádí Arabíu.