Jack Grealish má fara frá Manchester City í sumar en félagið fer fram á 40 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn.
Grealish var ekki með í HM hópii City og fékk þau skilaboð að finna sér nýtt lið.
Ensk blöð segja að Tottenham, Newcastle og Napoli vilji öll fá Grealish í sumar en hann er 29 ára gamall.
Grealish kostaði City 100 milljónir punda þegar hann kom frá Aston Villa en nú vill félagið fá 40 milljónir punda.
Grealish var í kuldanum hjá City á síðustu leiktíð og fékk ekki margar mínútur hjá Pep Guardiola.