Marc Cucurella er spenntur fyrir því að fá að mæta Thiago Silva í kvöld er Chelsea spilar við Fluminense á HM félagsliða.
Um er að ræða leik í undanúrslitum keppninnar en Silva sem er fertugur er fyrrum leikmaður Chelsea og er vinsæll á meðal leikmanna og stuðningsmanna liðsins.
Cucurella fékk skilaboð frá Silva fyrir leik gegn Palmeiras í átta liða úrslitum þar sem hann óskaði fyrrum liðsfélögum sínum góðs gengis í 2-1 sigri.
,,Við höfum horft á nokkra leiki með þeim og þeir eru með mjög góða leikmenn,“ sagði Cucurella.
,,Þeir eru ákveðnir í að vinna og eru með Thiago Silva, hann er goðsögn í fótboltaheiminum, toppleikmaður.“
,,Hann hefur aðeins spilað fyrir stórlið á sínum ferli og sendi mér skilaboð fyrir átta liða úrslitin og hvatti okkur áfram.“
,,Við fáum að sjá hann á ný eftir nokkra daga og vonandi getum við unnið leikinn og komist úrslit sem við stefnum á.“