fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Sandra María Jessen er ein sex leikmanna íslenska landsliðsins á EM sem spilar í Bestu deildinni á Íslandi. Er sóknarmaðurinn á mála hjá Þór/KA.

Hún hefur einnig reynslu úr atvinnumennsku með Bayer Leverkusen, sem og Slavia Prag um stutt skeið, og ræddi muninn á því að koma inn í landsliðsverkefni úr íslenska boltanum eða að utan.

„Það er auðvitað aðeins öðruvísi. Þegar ég var í Leverkusen var ég með heimsklassa leikmenn í kringum mig og kannski fleiri gæðaleikmenn, stærri hóp,“ sagði hún í samtali við 433.is á dögunum úti í Sviss.

video
play-sharp-fill

Munurinn er þó ekki svo mikill. „Við erum samt svo mikið saman, þekkjum vel inn á hvora aðra og erum duglegar að spila inn á styrkleika okkar. Ég held að það sé eitt af því sem einkenni okkur sem lið, hvað við erum samstilltar og trúum á hvora aðra.“

Ísland er því miður úr leik á EM eftir tvo tapleiki, gegn Finnum og heimakonum í Sviss. Eftir er þó einn leikur gegn Noregi, þar sem ekkert er undir nema stoltið.

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Í gær

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Í gær

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
Hide picture