Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Sandra María Jessen er ein sex leikmanna íslenska landsliðsins á EM sem spilar í Bestu deildinni á Íslandi. Er sóknarmaðurinn á mála hjá Þór/KA.
Hún hefur einnig reynslu úr atvinnumennsku með Bayer Leverkusen, sem og Slavia Prag um stutt skeið, og ræddi muninn á því að koma inn í landsliðsverkefni úr íslenska boltanum eða að utan.
„Það er auðvitað aðeins öðruvísi. Þegar ég var í Leverkusen var ég með heimsklassa leikmenn í kringum mig og kannski fleiri gæðaleikmenn, stærri hóp,“ sagði hún í samtali við 433.is á dögunum úti í Sviss.
Munurinn er þó ekki svo mikill. „Við erum samt svo mikið saman, þekkjum vel inn á hvora aðra og erum duglegar að spila inn á styrkleika okkar. Ég held að það sé eitt af því sem einkenni okkur sem lið, hvað við erum samstilltar og trúum á hvora aðra.“
Ísland er því miður úr leik á EM eftir tvo tapleiki, gegn Finnum og heimakonum í Sviss. Eftir er þó einn leikur gegn Noregi, þar sem ekkert er undir nema stoltið.
Nánar í spilaranum.