Dominic Calvert-Lewin er atvinnulaus og leitar sér að nýju félagi en nú er komið í ljós að Newcastle hefur áhuga.
Talksport segir að enski framherjinn hafi átt í viðræðum við Newcastle síðustu daga.
Eddie Howe hefur lengi haft mikið dálæti á Calvert-Lewin og hefur áhuga á að fá framherjann í sínar raðir.
Calvert-Lewin er 28 ára gamall og átti góð ár hjá Everton en enski framherjinn hefur verið mikið meiddur síðustu ár.
Calvert-Lewin vildi ekki framlengja við Everton en hann er einnig orðaður við Leeds og Manchester United.