Bryan Mbeumo framherji Brentford er að verða pirraður á því hversu illa Manchester United gengur að kaupa hann. London Evening Standard heldur þessu fram.
Brentford hefur hafnað tveimur tilboðum frá United í framherjann og United hefur ekki viljað leggja fram þriðja tilboðið.
Brentford er sagt vera pirrað á því hversu hægt málið gengur.
Þá segir að Mbeumo sé einnig að verða pirraður á þessu og óvíst er hvernig málið endar. Ruben Amorim vill fá sóknarmanninn frá Kamerún.
Mbeumo var frábær á síðustu leiktíð með Brentford en hann hefur hafnað öðrum liðum og vill fara til United.